Karellen
news

Vikan 22-26 febrúar

27. 02. 2021

Kæru foreldrar <3

Yndisleg vika að baki hjá okkur þar sem gönguferð í Eldheima var hápunkturinn :-) Krílin okkar örkuðu báðar leiðir eins og atvinnufólk í kraftgöngu og þeim fannst Eldheimar stórkostlegir og höfðu virkilega gaman af því að sjá allt sem við höfum verið að fjalla um eldgosavinnunni. Spurningar voru margar og miklar pælingar í litlum kollum sem dásamlegt er að velta fyrir sér með þeim <3

Vonandi er helgin að fara vel með ykkur elsku Klettsvíkurfjölskyldurnar okkar og við sjáumst hress og kát á mánudaginn <3

Emma, Jóhanna Björk, Lóa, Salmína, Sigga og Svana Björk <3

© 2016 - 2023 Karellen