Leikskólinn Kirkjugerði er fimm deilda leikskóli. Deildir leikskólans bera heiti víka á Heimaey.
Á Höfðavík dvelja 14 börn fædd 2021.
Á Prestavík dvelja 16 börn fædd árið 2021.
Á Kópavík dvelja 19 börn fædd árið 2020.
Á Klettsvík dvelja 21 barn fædd árið 2018
Á Stafnsnesvík dvelja 16 börn fædd árið 2019
Í leikskólanum er einnig leikfimisalur sem hver deild á einn dag í viku til afnota.
Garðurinn okkar er tvískiptur. Hann er mjög rúmgóður og ágætlega búinn leiktækjum. Snemma árið 2022 var útbúið nýtt afgirt ungbarnasvæði í bakgarðinn sem hentar yngstu börnunum okkar á Höfðavík og Prestavík vel.
Í leikskólanum er ágætis aðstaða til að leyfa yngstu börnunum að sofa í kerru úti ef þau eru vön því.
Í leikskólanum starfa 32 starfsmenn í mismunandi stöðuhlutföllum, af þeim eru 11 með leikskólakennarapróf eða aðra háskólamenntun. Ásamt því eru 2 starfsmenn í leikskólakennaranámi. Margir starfsmenn eru með áratuga reynslu af leikskólastarfi.
Í leikskólanum starfa kennarar og starfsmenn sem hafa sérþekkingu og reynslu af sérkennslu. Einnig njótum við margskonar aðstoðar frá stoðþjónustu Vestmannaeyjarbæjar hvað varðar börn með sérþarfir.
Í leikskólanum fá þau börn sem koma fyrir kl: 8:30 morgunmat. Boðið er upp á morgunkorn alla daga vikunar ásamt því er boðið upp á hafragraut þriðjudag - föstudags.
Um kl: 9:30 er ávaxstastund á deildum .
Hádeigismaturinn er eldaður hjá Einsa kalda. Börn með óþol og ofnæmi fá bæði mjólkurvörur og annann mat sem hentar þeirra þörfum en ekki er hægt að óska eftir sérfæði af öðrum ástæðum s.s. vegan fæði.
Nónhressing er síðdeigis og er hún framreidd hér í leikskólanum.