Karellen

Aðlögun í Víkina af Kirkjugerði og Sóla

-Verkferill-

Allir nemendur á fimmta aldursári fara á Víkina, 5 ára deild á bilinu maí-ágúst. Algengast er að nemendur hefji skólagöngu í Víkinni í ágúst og miðast tímasetningar í þessum verkferli við það. Þegar börnin hefja skólagöngu fyrr færist skipulag í maí-september framar.
 • Janúar/Febrúar ár hvert:

  • Aðstoðarleikskólastjóri Víkurinnar hefur samband við leikskólastjóra Kirkjugerðis og Sóla og fær upplýsingar um fjölda nemenda í árgangi, kynjaskiptingu, stuðnings- og sérkennsluþörf.
  • Aðstoðarskólastjóri Víkurinnar ákveður, í samráði við leikskólastjóra Kirkjugerðis og Sóla, hvenær heimsóknir komandi árgangs skuli vera í byrjun júní.
 • Febrúar/mars ár hvert

  • Foreldrar fá eyðublað varðandi óskir um deildarfélaga í Víkinni.
  • Foreldrar geta sett nöfn þriggja samnemenda sem þeir óska eftir að verði á sömu deild og þeirra barn með fyrirvara um að hægt sé að verða við þeim óskum
 • Mars/apríl ár hvert:

  • Hópstjórar/deildastjórar koma með ábendingar varðandi deildaskiptingu og fylla út þar til gert vinnuskjal varðandi það.
  • Í lok mars eru deildastjórar á Kirkjugerði og hópstjórar á Sóla boðaðir á fund í Víkinni með aðstoðarleikskólastjóra og deildastjórum þar vegna nemenda sem færast yfir í Víkina á næsta skólaári:
   • Fundað er með hverjum deildar-/hópstjóra fyrir sig.
   • Efni fundanna: Tillögur að hópaskiptingum og samþykki fyrir upplýsingagjöf milli skóla
  • Aðstoðarleikskólastjóri Víkurinnar, ásamt deildastjórum, setja upp deildaskiptingar.
  • Foreldrar fá boðskort á skóladag GRV í Hamarsskóla en þeir fá þá tækifæri til að kynna sér starfsemi Víkurinnar
 • Maí ár hvert:

  • Í byrjun maí ár hvert er kynningarbréf um Víkina sent út til foreldra ásamt upplýsinum varðandi tilvonandi heimsóknir og aðlögun í Víkina.
  • Þá er einnig sendur heim vistunarsamningur og upplýsingablað um nemendur, sem foreldrar mæta svo með útfyllt í foreldraviðtal í júní.
  • Víkin fær nöfn foreldra og símanúmer svo hægt sé að boða í foreldraviðtöl í júní.
 • Júní ár hvert:

  • Í byrjun júní eru tvær tveggja klst skipulagðar heimsóknir í Víkina þar sem tilvonandi nemendahópur fær að kynnast Víkinni.
  • Tilvonandi nemendur eru alltaf velkomnir í aukaheimsóknir sem ekki eru skipulagðar
  • Foreldraviðtöl:
   • Foreldrar fá tækifæri til að ræða þarfir barsins síns.
   • Foreldrar mæta með útfylltan vistunarsamning og upplýsingablað um nemanda
  • Gögn um börnin flutt yfir í Víkina svo starfsfólk geti verið búið að kynna sér þau áður en börnin byrja. Sérkennsluráðgjafi Vestmannaeyjabæjar sér um flutning ganganna milli stofnana.
 • Ágúst ár hvert:

  • Deildaskipting er tilbúin.
  • Fyrsta daginn eru nemendur í aðlögun í fimm klukkustundir, ef allt gengur vel er fullur dagur daginn eftir
 • September:

  • Haldinn er foreldrafundur í byrjun september þar sem farið er yfir skóladagatal, dagskipulag o.fl.
  • Foreldrafundur í Hamarsskóla:
   • Kynning á starfsemi
   • Þeir sem vilja geta skoðað aðstöðuna
© 2016 - 2024 Karellen