Karellen

Málörvunarstundir

Á leikskólanum er mikið og gott aðgengi að málörvunarefni til þess að nýta í starfinu með börnunum.
Þar ber að nefna málörvunarstundirnar okkar sem kennarar leikskólans hafa sett saman með sérkennslustjóra. Þær koma í nokkurum aldursflokkum og því hægt að vinna þær inná öllum deildum leikskólans.

Allar málörvunarstundir fylgja ákveðnu formi. Sem er síðan aðlagað að hverjum aldurshóp. Flestar eru þannig settar upp að auðvelt er að grípa í þær með stuttum fyrirvara og leiðbeiningar einfaldar að fára eftir. Þær eru merktar eftir því hvaða málörvunarþætti þær ná yfir svo auðveldara sé að skipuleggj málörvun eftir áherslum deildarinnar. Uppsetning málörvunarstunda er á þessá leið:
• Velkomin í hópatíma
• Bínureglur
• Verkefni
• Upprifjun
• Lokalag
© 2016 - 2024 Karellen