Karellen
news

Sumarið

26. 06. 2021

Kæru foreldrar.

Sumarið hefur farið vel af stað hjá okkur þrátt fyrir að veðrið mætti nú vera betra.

Hefðbundið skipulegt starf er ekki jafn skipulagt, sumarið einkennist af meiri útiveru og þegar veðrið er gott erum við duglegar að taka út mottur og kubba, dýrin, bíla og dúkkukerrur.

Við höfum verið svo heppin að fá tvær vinnuskólastelpur til okkar sem skiptast á að vera hjá okkur og svo á hinum deildunum. Hún Berta var hjá okkur í tvær vikur og núna er hún Sigurdís hjá okkur og ætlar hún að vera fram að sumarfríi.

Ég vill minna á að koma með sólarvörn rosa gott að foreldrar beri á börnin heima og svo berum við á þau eftir hádegi. Þá má einnig koma með léttari húfur og flíspeysu.

Núna eru einhver börn hjá okkur komin í sumarfrí og fleiri munu fara á næstunni. Við óskum þeim gleðilegs sumars og hafið það gott í fríinu ykkar.

Kveðja Starfsfólk Höfðavíkur

© 2016 - 2024 Karellen