Karellen
news

vikan 25-29 janúar

29. 01. 2021

Kæru foreldrar <3

Þá er síðasta vika janúar mánaðar að renna sitt skeið á enda og tökum við fagnandi á móti febrúar mánuði :-)

Eins og ég sagði ykkur frá á facebook-síðunni okkar í vikunni, þá erum við að vinna að verkefnum í tengslum við eldgosið á Heimaey, og byrjuðum við vinnuna við eldgosar Floorbooks okkar. Við horfðum á heimildarmynd um Heimaeyjargosið 1973 og voru krílin okkar vægast sagt áhugasöm, spennt og jú örlítið hrædd. Umræður eftir myndina urðu ansi fjörugar og fannst krökkunum okkar eiginlega merkilegast af öllu að Linda og Nanna okkar hafi verið til í eldgosinu ;-)

Í vikunni teiknuðu börnin myndir af eldgosinu, einnig máluðu þau, límdu og föndruðu snillingarnir okkar sína eigin útgáfu af gjósandi eldfjalli og þau voru svo yfirmáta spennt og glöð með myndirnar sínar enda mikil meistaraverk sem urðu til :-)

Einnig erum við að vinna með paprikufræin sem börnin eru búin að gróðursetja í mjólkurfernur. Börnin eru að fylgjast með þeim og vökva. Það verður gaman að vita hvernig tekst til hjá okkur ;)

Hjartans þakkir fyrir skemmtilega og viðburðarríka viku og njótið helgarinnar <3

Ása, Edda, Kolbrún, Linda, Nanna og Sunna <3

© 2016 - 2024 Karellen