Karellen
news

1- 12 mars

14. 03. 2021

Kæru foreldrar <3

Þá er kominn mars mánuður og alltaf nóg af verkefnum hjá okkur :-)

Við erum að halda áfram í floorbooks vinnu okkar, að verkefnum í tengslum við eldgosið á Heimaey og eru börnin áhugasöm og dugleg, margskonar pælingar í gangi hjá þeim ;-)

Einnig erum við að vinna floorbooks um endurvinnslu, þar erum við meðal annars að plokka / tína rusl. Við fórum i ruslaferð um daginn, vigtuðum svo ruslið og flokkuðum það eftir pappa, plast og almennt :) Síðan fóru börnin með ruslið í stóru ruslatunnurnar sem leikskólinn er með. Við söfnum mjólkurfernunum á leikskólanum í box, börnin skola fernurnar og reyna að brjóta þær saman svo fari minna fyrir þeim og fara með þær út í ruslatunnuna eftir vikuna. Endilega virkjið börnin heima og fáið þau til að aðstoða ykkur við flokkun á ruslinu.

Í framhaldi af floorbooks vinnu okkar um endurvinnsluna, þá fórum við með dósir og flöskur í endurvinnsluna og þau fengu að sjá hvert þær fara, þær eru vigtaðar og glerið brotið niður.

Börnin eru alveg einstaklega dugleg að ganga, fara í langa göngutúra um eyjuna okkar.

Ég leyfi myndum frá endurvinnsluverkefninu að fylgja með ;)

Við erum í Erasmus verkefni með leikskólum í Vestmannaeyjum og í Þýskalandi. Núna erum við að æfa okkur að syngja meistari Jakob á fimm tungumálum sem við ætlum svo að syngja fyrir börnin í Þýskalandi ;) Þessi fimm tungumál tala börnin á Kópavík, það er íslenska, enska, pólska, spænska og kínverska <3 ég sendi ykkur textana af meistari Jakob á facebook síðuna okkar.

Þann 8 mars varð Elísabet Lilja okkar 5.ára og óskum við henni innilega til hamingju með afmælið <3

Á miðvikudaginn 17.mars þá eiga 3 börn afmæli á deildinni hjá okkur og einnig hittist svo vel á að þann dag verður haldið upp á afmæli mars barna. Miðvikudaginn 17 mars klukkan 8.30, þurfa allir að vera mættir sem ætla að taka þátt í afmæli mars barnanna ;)

Í lok mars eru áætluð foreldraviðtöl, þið fáið nánari fréttir af því síðar.

Hjartans þakkir fyrir skemmtilega og viðburðaríkar vikur og vonandi hafi þið notið helgarinnar <3

Ása, Edda, Heba, Kolbrún, Linda og Nanna <3


© 2016 - 2024 Karellen