Karellen
news

Vikan 31.maí-4.júní

03. 06. 2021

Heil og sæl kæru foreldrar :-)

Vikan sem er að líða hefur verið dálítið skrýtin hjá okkur í Klettsvík því mikil veikindi eru að herja á krílin okkar og hefur því vantað mikið af börnunum okkar. Við vonum svo innilega að það sjáist fyrir endann á þessum veikindum og hlökkum við mikið til að hafa öll börnin okkar hjá okkur og sendum við öllum sem eru veikir bataknús <3

En við höfum sko ekki setið auðum höndum og sláum ekki slöku við í leik og starfi. Höfum nýtt góða daga í útiveru en einnig gefið okkur góðan tíma til að leika inni. Það gerir okkur endalaust stoltar af því hvað þessi dásamlegu kríli eru orðin einbeitt og dugleg í leiknum og eykst leik úthaldið með hverjum deginum sem líður.

Sjálfshjálpar-æfingarnar halda áfram og til að gera langa sögu stutta þá eeeeeelska krílin okkar að gera allt sjálf. Það skemmtilegasta sem þau vita er að fá að setja sjálf sósur á matinn sinn, enda hver elskar ekki sósur og hvað þá að fá að sulla aðeins með þær sjálf ;-)

Við ætlum ekki að setja inn nýtt Lubba-hljóð fyrr en á mánudaginn þegar krílin okkar verða vonandi öll búin að skila sér til baka úr veikindum <3

Með fréttinni fylgir mynd af Klettsvíkur-börnum sem voru mætt í dag en þau voru 7 og nutu dagsins í kósý og við notuðum Salinn mikið :-)

Okkar bestu þakkir fyrir vikuna sem er að líða og vonandi verður helgin ykkar frábær :-)

Í foreldrahópnum okkar frábæra eru nokkrir sjómenn og óskum við þeim og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn á sunnudaginn <3

Dísa, Emma, Gíslný Birta, Heba Dögg, Ingunn Anna, Lóa, Ragna og Sigga :-)

© 2016 - 2023 Karellen