Karellen
news

Klettsvík vikuna 16-20.nóvember

21. 11. 2020

Kæru foreldrar <3

Síðastliðinn vika var með eindæmum skemmtileg, reyndar eru allar vikur skemmtilegar með yndislegu börnunum okkar. Þau eru svo hugmyndarík, jákvæð, glöð, skemmtileg og ákveðin, samansafn af eintómum snillingum :-)

Lubbi, Floorbooks, yndislestur og málörvun skipa alltaf stóran sess í daglega starfinu okkar ásamt frjálsa leiknum sem krílin okkar eru orðin svo flínk í. Þegar við byrjuðum starfið í haust höfðu börnin okkar um það bil 10 mínútna úthald í frjálsa leiknum. Í dag geta þau leikið sér á sama stað, í sama leik í allt að 60 mínútur. Þannig að það má glöggt sjá framfarirnar og þroskann sem hefur átt sér stað síðan í ágúst. Það er dásamlegt fyrir okkur kennarana að fylgjast með þeim eflast og þroskast með hverjum deginum sem líður-Húrra fyrir elsku krílunum okkar :)

Í gær fengum við skemmtilega heimsókn en Valtýr Auðbergsson vinur okkar kom með tvo hákarla sem þeir á Vestmannaey veiddu. Hákarlarnir voru frekar litlir en engu að síður fannst okkur þeir ógnvekjandi. Flest öll börnin fengu þó að klappa hákörlunum og margir vildu fá að kyssa þá aðeins líka ;)

Indíana okkar er komin í fæðingarorlof því nú styttist heldur betur í litluna stelpuna hennar í bumbunni-Elsku Indíana okkar, gangi þér betur en best á lokasprettinum og við hlökkum til að fá fréttir af litlu kríli <3 Við erum svo heppin að Jóhanna Hafsteinsdóttir kemur í stað Indíönu og tökum við henni fagnandi :)

Vonum að helgin ykkar sé frábær og við hlökkum mikið til að sjá ykkur öll hress og kát á mánudaginn :)

Emma,Hildur Rún, Indíana, Jóhanna Björk, Jóhanna María, Lóa, Salmína og Sigga <3

© 2016 - 2023 Karellen