Karellen
news

Velkomin aftur

01. 09. 2021

Hæ Hæ Kæru foreldrar.

Velkomin aftur eftir vonandi gott sumarfrí þrátt fyrir allskonar veður.

Núna eru flest allir komnir aftur eftir sumarfrí og hefðbundið starf að byrja.

Ég set í hólfið hjá börnunum dagskipulagið og hópaskiptinguna fyrir hópastarfið.

Á mánudaginn byrja fimm nýbörn hjá okkur í aðlögun þrjár stelpur og tveir strákar. Þau heita Anna Ísabella, Hákon Daði, Maja Ósk, Marika Sara og Theodór Sævar og bjóðum við þau velkomin.

Starfsfólkið á deildinni í vetur verða

Kolbrún ( Kolla) deildarstjóri

Aníta Björk leiðbeinandi

Hulda leiðbeinandi.

Ef það er eitthvað óljóst eða þið þurfið að ná í mig þá er emailið mitt kolbrun@vestmannaeyjar.is

Kveðja

Kolla, Aníta, Hulda

© 2016 - 2023 Karellen