Karellen
news

Leikskólar opna kl. 10:00 föstudaginn 26. mars

25. 03. 2021

Leikskólar opna kl. 10 föstudaginn 26. mars

Leikskólarnir opna kl. 10 föstudaginn 26. mars vegna hertra sóttvarnarreglna sem tóku gildi á miðnætti þann 25. mars. Starfsfólk leikskólanna fær þá svigrúm til að ljúka við að undirbúa leikskólastarfið í samræmi við nýju reglurnar.

Leikskólarnir munu starfa eftir bestu getu með þeim takmörkunum sem hljótast af reglugerðinni en skv. henni mega 10 fullorðnir einstaklingar vera samankomnir í hverju rými.

Foreldrar eru beðnir um að nota grímu og gæta að 2 metra reglunni í fataherbergjum leikskólanna og staldra þar við eins stutt og kostur er.

Ný reglugerð sem snýr að skólastarfi:

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=7d8fd9a4-e382-4a6a-bd59-50fc680e3480

© 2016 - 2022 Karellen