news

Kirkjugerði í samstarf við Virk

03. 10. 2019

Leikskólinn Kirkjugerði hefur gert samning við Virk um að taka einstakling í vinnuprófun. Markmið með vinnuprófun er að koma fólki sem hefur dottið út af vinnumarkaði, vegna veikinda, aftur á vinnumarkað. Vinnuprófun getur varað í 4- 12 vikur og er að hámarki 20 tímar á viku.

í næstu viku munum við fá fyrsta einstaklinginn í vinnuprófun næstu fjórar vikurnnar. viðkomandi mun vinna frá kl. 13:00-15:30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.

Við á Kirkjugerði erum ánægðar með að geta tekið þátt í þessu samstarfi við Virk og teljum það jákvætt skref í starfsemi leikskólans.

© 2016 - 2021 Karellen