Karellen
news

Erasmus samstarf

17. 11. 2020

Vorið 2020 fengu leikskólarnir í Vestmannaeyjum , Kirkjugerði, Sóli og Víkin, styrk frá Evrópusambandinu til að taka þátt tveggja ára Erasmus+ verkefni í samstarfi við þrjá þýska leikskóla sem allir tilheyra Fröbel Leikskólum.

Verkefnið hófst á haustönn 2020 en covid19 hefur haft áhrif á framgang verkefnisins að því leyti að skólheimsóknir á milli landanna hafa fallið niður af augljósum ástæðum.

Leikskólinn Kirkjugerði var paraður við leikskóla í Berlín sem leggur áherslu á að skrá og fylgjast með máltöku hjá sérhverjubarni. https://augustastrolche.froebel.info/

Verkefnið er um sjálfbærni, og náttúrukennslu, þar sem áhersla er lögð á stærðfræði og miðlun þekkingar á milli kennara.

Samskipt milli kennaranna faram.a. fram áEtwinnig- Space síðu verkefnisins sem er lokuð síða á vegum Erasmus+. Einnig höfum við settt upp lokaða You toube síðu til að deila milli landanna myndböndum af því faglega starfi er tengist verkefninu.

Starfsmenn leikskólans eru spenntir fyrir verkefninu og er ýmislegt í sarfsháttum Kirkjugerðis sem við getum miðalað í þessu verkefni t.d. hvernig við vinnum með náttúru Vestmannaeyjaí floorbooks hópastarfi, Lubba starfið okkar og yndislestur.

Einnig hlökkum við til að lærar af kollegum okkar í þýskalandi, fá þau í heimsókn til Vestmannaeyja og heimsækja þau til Þýskalands

© 2016 - 2024 Karellen