Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu

18. 11. 2020

Á mánudaginn, 16. nóvember, var dagur íslenskrar tungu. Þann dag átti menntamálaráðherra að kíkja í heimsókn til okkar á Kirkjugerði en vegna Covid takmarkanna varð ekkert úr þeirri heimsókn. Börnin á Kletts- og Kópavík voru búin að æfa lög til að syngja fyrir hana í heimsókninni. Kennarnir okkar fengu þá frábæru hugmynd að taka upp sönginn og senda menntamálaráðherra upptökuna í tölvupósti á degi íslenskrar tungu. Á föstudaginn var fóru flottu krakkarnir okkar og sungu saman úti, bæði úti á lóð og einnig fyrir nágranna okkar á Hraunbúðum. Myndböndin voru svo send á menntamálaráðuneytið núna á mánudaginn :) Okkur langar að leyfa ykkur að sjá þennan flotta söng hér á eftirfarandi myndböndum :)

https://youtu.be/RX5pylVk_pA

https://youtu.be/AeWxNO--3_Y


© 2016 - 2024 Karellen