Karellen
news

Nóvember fréttir

29. 11. 2020

Kæru foreldrar

Síðastliðnar vikur hafa gengið vel og börnin okkar eru glöð og kát og alltaf líf og fjör í kringum þau :)

Í daglega starfinu okkar skipa Lubbi, floorbooks og yndislestur stóran sess eins og vanalega ásamt frjálsum leik og útiveru. Í Lubba höfum við verið að vinna með málhljóðið Úú og í floorbooks erum við enn að vinna með litina. Börnin eru dugleg að leika sér í frjálsum leik og elska útiveruna.

Við héldum upp á afmæli nóvember barnanna okkar þann 19. nóvember en það er að sjálfsögðu alltaf mikil upplifun fyrir afmælisbörnin sjálf :)

Við erum aðeins farin að æfa jólalögin með börnunum fyrir jólaballið okkar og í desember ætlum við að gera smá breytingar á daglega starfinu okkar , föndra og eiga kósý samverustundir tengdar jólunum:)

Vonandi hafa allir átta góða helgi, hlökkum til að sjá krílin okkar á morgun

Kv. Prestavíkurskvísur :)© 2016 - 2024 Karellen