Karellen
news

vikan 18 - 22 janúar

22. 01. 2021

Kæru foreldrar <3

Vikan okkar var mjög skemmtileg, mikið að gera í leik og starfi og eru krílin okkar glöð og kát að vanda. Það er mikið að gera hjá okkur í hugmyndavinnu um hvað við ætlum að gera næst í Floorbooks. Einnig erum við að vinna að Erasmus verkefni sem snýr að náttúrunni og endurnýtingu.

Við erum byrjuð að skola og safna mjólkurfernum, sem börnin fara svo með í lok vikunnar í pappa endurvinnslutunnuna. Þegar við vorum byrjuð að skola mjólkurfernurnar þá kom hugmynd af öðru verkefni að leyfa börnunum gróðursetja fræ og sjá þau vaxa. Þannig að núna eru nokkur börn búin að gróðursetja paprikufræ í mjólkurfernurnar og fleiri börn taka þátt í næstu viku. Það verður gaman að leyfa börnunum fylgjast með þessu ferli.

Lubbi finnur málbein skipar stóran sess í starfinu okkar og fléttast hann inn í marga þætti í leikskólanum. Málörvun erum við mikið að vinna með allan leikskóladaginn og leggjum mikla áherslu á hana líka í hópastarfinu.

Börnin eru mjög dugleg að syngja og hafa sérstaklega gaman af því þegar hreyfingar eru með, þau hafa verið að syngja lagið Í öllum litum regnbogans sem Regína Ósk syngur og kennir dans með.

Á morgun eru 48 ár liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey og mun næsta vika hjá okkur fara í vinnu tengda því.

Við óskum ykkur öllum góðrar helgar og þökkum fyrir frábæra viku <3

Ása, Edda, Kolbrún, Linda, Nanna og Sunna <3

© 2016 - 2024 Karellen