Karellen
news

vikan 11-15 janúar

16. 01. 2021

Heil og sæl kæru foreldrar <3

Vikan okkar er búin að ganga með ágætum, nú fer starfið að komast í gang, Lubbi finnur málbein, Floorbooks og málörvun. Ásamt því að vinna í verkefnum tengdum Erasmus verkefninu sem við erum í með leikskóla í Berlín.

Á mánudaginn ætlum við að byrja með Mjólkurpósta, en þeir eru tveir í hverri viku og sjá um að skola mjólkurfernurnar sem klárast í nónhressingunni, setja þær í mjólkurkassann okkar og á föstudögum fara mjólkurpóstarnir svo með fernurnar í pappagáminn til endurvinnslu. Okkur finnst mikilvægt að vekja krílin okkar til umhugsunar um umhverfisvernd og hvað við getum lagt af mörkum til að vernda náttúruna okkar :-)

Eins og við sögðum ykkur frá í vikunni þá sat eldri árgangurinn okkar kynningu um Erasmus verkefnið sem við erum þátttakendur í og er greinilegt að þetta vakti áhuga því börnin hafa verið að ræða þetta við okkur, vonum að þau hafi líka orð á þessu heima :-)

Við viljum biðja ykkur að koma með hlýja sokka fyrir þau börn sem ekki eru með loðfóðruð stígvél og endilega athuga heima hvort þau passi ekki örugglega í stígvélin sín í hlýjum sokkum. Það er kalt fyrir litlar tásur að vera sokkalaus í stígvélum í bleytu og kulda. Einnig væri dásamlegt að koma með pollavettlinga ef krílin eiga svoleiðis :-)

Unnur Dóra og Fjóla Finnboga, sem við þekkjum svo vel, eru komnar aftur úr leyfi og sinna nú afleysingum á Kirkjugerði þannig við fáum að njóta þeirra krafta af og til í vetur sem okkur finnst frábært :-)

þakkir fyrir vikuna og njótið helgarinnar kæru Kópavíkur-fjölskyldur <3

Ása, Edda, Kolbrún, Linda, Nanna og Sunna <3

© 2016 - 2024 Karellen