Karellen
news

vikan 1-5 febrúar

07. 02. 2021

Kæru foreldrar <3

Þá er febrúar mánuður hafinn og nóg af verkefnum hjá okkur :-)

Við erum að halda áfram í floorbooks vinnu okkar, að verkefnum í tengslum við eldgosið á Heimaey og eru börnin áhugasöm og dugleg, margskonar pælingar í gangi hjá þeim ;-)

Í vikunni eru börnin búin að huga vel að paprikufræjunum, gróðursetja fleiri, fylgjast með þeim og vökva :-) Við erum einnig að gera floorbook bók um endurnýtingu og paprikufræin ;)

Einnig erum við dugleg í söngstundum og í vikunni vorum við að æfa okkur að syngja lagið Á íslensku má alltaf finna svar ;)

Menntamálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir kom að heimsækja okkur á leikskólanum Kirkjugerði á föstudaginn 5.febrúar. Það var gaman að fá Lilju og föruneyti hennar í heimsókn, við sungum fyrir hana lagið Á íslensku má alltaf finna svar með táknum sem börnin okkar bjuggu til sjálf við lagið. Börnin á Kópavík og Klettsvík sungu saman lagið fyrir Lilju og þið getið séð sönginn, ég sendi ykkur link á hann ;)

Hjartans þakkir fyrir skemmtilega og viðburðarríka viku og vonandi hafi þið notið helgarinnar <3

Ása, Edda, Kolbrún, Linda, Nanna og Sunna <3

© 2016 - 2024 Karellen