Karellen
news

lög fyrir dag íslenskrar tungu

02. 11. 2020

Kæru foreldrar

Börnin á Kópavík eru að læra þessi tvö lög, íslenskuljóðið og ég veit þú kemur, fyrir dag íslenskrar tungu sem er 16.nóvember og langar okkur að biðja ykkur foreldrana að hjálpa börnunum að æfa sig heima, með því að hlusta á lögin með þeim og syngja með.Börnin eru svo frábær að þau eru búin að búa til hreyfingar við lagið íslenskuljóðið.Hérna eru textarnir.Bestu kveðjur börn og starfsfólk á Kópavík.


Íslenskuljóðið

Á íslensku má alltaf finna svar

Og orða stórt og smátt sem er og var,

Og hún á orð sem geyma gleði og sorg,

Um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,

Þar vex og grær og dafnar okkar mál.

Að gæta hennar gildir hér og nú,

Það gerir enginn – nema ég og þú.

Þórarinn EldjárnÉg veit þú kemur

Ég veit þú kemur í kvöld til mín,
þó kveðjan væri stutt í gær,
ég trúi ekki á orðin þín
ef annað segja stjörnur tvær.


Og þá mun allt verða eins og var,
sko, áður en þú veist, þú veist,
og þetta eina sem út af bar
okkar á milli í friði leyst.


Og seinna þegar tunglið
hefur tölt um langan veg,
þá tölum við um drauminn
sem við elskum þú og ég.

Ég veit þú kemur í kvöld til mín,
þó kveðjan væri stutt í gær,
ég trúi ekki á orðin þín
ef annað segja stjörnur tvær.

ef annað segja stjörnur tvær.

Oddgeir Kristjánsson lag

Ási í bæ texti

© 2016 - 2024 Karellen