news

Sumarið í máli og myndum

15. 07. 2021

Góðan og gleðilegan dag ;)

Það er fullt af nýjum myndum inni á Karellen <3

Það var mikið um að vera hjá okkur í sumar, við fórum út að leika á hverjum degi, alveg sama hvernig viðraði ;)

Lubbi vinur okkar fer með okkur hvert sem við förum og finnst börnunum það mjög skemmtilegt og eru mjög dugleg að hjálpa Lubba að finna beinin sín ef hann tínir þeim sem gerist oft í göngutúrum ;) Einnig eru börnin dugleg að kenna Lubba lubbahljóðin ;) Við erum alltaf að læra úti og inni á hverjum degi ;) Lífið er yndislegt <3

Við skoðuðum nærumhverfið okkar sem er dásamlegt hvert sem litið er ;) Við skoðuðum Regnbogaland sem vinir okkar og vinkonur á Stafsnesvík byggðu, gaman að skoða kofann þeirra sem heitir Regnbogaland, einnig er alltaf gaman að leika sér í klettunum í kring. Lubbi kom með okkur í Regnbogaland og þar leituðu börnin að lubbabeinum og færðu Lubba beinin, hann varð mjög glaður og ánægður með börnin, þau voru mjög duglega að segja hljóðin fyrir Lubba sem þau fundu ;)

Við fórum að skoða nýja leiksvæðið við Hamarsskólann, þar skemmtu börnin sér mjög vel að leika sér í öllum leiktækjunum sem eru í boði þar og fannst þeim mjög gaman að hoppa á ærslabelgnum ;)

Einnig förum við reglulega að Illugahelli og Illugaskipi að leika ;)

Elsku Edda okkar hætti hjá okkur um sumarfrí, þökkum við henni kærlega fyrir samveruna á Kópavík og Kirkjugerði ;) Hún er svo yndisleg hún Edda okkar, hún bauð allri deildinni heim í kveðjupartý, það var pylsupartý og ísveisla hjá Eddu og svo fannst börnunum mjög gaman að leika heima hjá Eddu ;) Kærar þakkir fyrir okkur elsku Edda ;)

Síðustu dagar fyrir sumarfrí voru mikið notaðir til að leika úti í blíðviðrinu og svo fengum við einn frábæran sólardag sem var alveg æðislegt ;)

Kærar þakkir fyrir samveruna á síðasta leikskólaári kæru foreldrar og börn á Kópavík, njótið sumarsins og fríisins sem eftir er hjá ykkur ;)


Gleðilegt sumar og bestu kveðjur til ykkar frá okkur ;)

Ása, Edda, Kolbrún, Linda, Nanna og Þórdís <3

© 2016 - 2021 Karellen