Karellen
news

Fréttabréf

22. 05. 2018

Í síðustu viku var nóg um að vera hjá okkur. 2013 árgangurinn fór í heimsókn á Víkina sem endaði með óvissuferð þar sem ferðinni var haldið á 900 Grillhús þar sem börnin fengu pizzu. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir var ferðinni haldið á Stakkó þar sem börnin léku sér og fengu ís.

Jafnframt var Vorfagnaður Kirkjugerðis í síðustu viku og langar okkur að þakka ykkur kærlega fyrir komuna. Það var gaman að sjá hversu margir náðu að kíkja til okkar og sjá öll flottu listaverkin sem börnin hafa unnið að núna í vetur.

Svo var haldið upp á afmæli maí barna þar sem börnin fengu brauð og kakó. Afmælisfjörið endaði inn í sal í leikjum.

Í dag var síðasti dagurinn á Kirkjugerði hjá þeim Örnu Hlín, Önnu Steinunni, Söndru Dröfn, Jóni Bjarka og Kristjáni Kári Við óskum þeim góðs gengis á Víkinni og þökkum fyrir samveruna

Þessi vika verður mun rólegri hjá okkur en sú síðasta en við munum halda áfram að vera dugleg að fara út að leika okkur. Því er vert að benda foreldrum á að kíkja á aukafataboxin þar sem gott er að hafa föt til skiptanna ef hin blotna.


Að lokum viljum við minna aftur á að nú fer facebook síðan að loka og þá munum við reyna að vera dugleg að setja inn fréttir af því sem við erum að gera og myndir á Karellen.

Kær kveðja starfsfólk Kópavíkur :)© 2016 - 2024 Karellen