Karellen
news

5-16 apríl

18. 04. 2021

Heil og sæl kæru foreldrar :-)

Við bjóðum börnunum og foreldrum þeirra, sem komu til okkar af Prestavík hjartanlega velkomin á Kópavík <3

Á Kópavík gengur allt glimrandi vel. Nýju krílin okkar smella eins og flísar við rassa í okkar frábæra hóp og við sjáum ekki betur en að þau uni hag sínum vel hjá okkur. Dugleg, kraftmikil og skemmtileg takast þau á við nýja deild, vinkonur, vini og verkefni og gera það afar vel.

Eldri hópurinn okkar hefur tekið vel á móti nýjum vinkonum og vinum og eru einstaklega natin og dugleg við að kenna þeim yngri öll handtökin á Kópavík.

Í vikunni fórum við í samveru, lásum loðtöflusögur og sungum og auðvitað fékk frjálsi leikurinn mikið pláss en hann er einmitt í miklu uppáhaldi hjá okkur á Kópavík og eru krílin okkar öll alveg einstaklega flínk að leika sér.

Í vikunni munum við byrja í hópastarf þar sem við vinnum með Lubba, málörvun og floorbooks.

Eitt sem okkur langar að biðja ykkur að gera, kæru foreldrar, er að láta okkur vita ef börnin ykkar eru frá leikskólanum vegna veikinda, fría eða einhvers annars. Skilaboðin hafa verið leiðinleg á Karellen en þið getið sjálf skráð fjarveru á Karellen eða sent okkur inn á facebook-siðuna <3

Það eru einhverjir foreldrar sem eiga eftir að skrá sig í facebook hóp deildarinnar, endilega gerið það Kópavík 2021-2022.

Við þökkum hjartanlega fyrir skemmtilega viku, vonandi hafið þið notið helgarinnar og við hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn :-)

Ása, Edda, Kolbrún, Nanna og Sunna <3

© 2016 - 2024 Karellen