Karellen
news

22 - 26 febrúar

27. 02. 2021

Kæru foreldrar <3

Þá er febrúar mánuður að klárast og alltaf nóg af verkefnum hjá okkur :-)

Við erum að halda áfram í floorbooks vinnu okkar, að verkefnum í tengslum við eldgosið á Heimaey og eru börnin áhugasöm og dugleg, margskonar pælingar í gangi hjá þeim ;-)

Í framhaldi af floorbooks vinnu okkar um eldgosið, þá fórum við í heimsókn í Eldheima í vikunni ;) Það fannst börnunum mjög fróðlegt og skemmtilegt, mikið spurt og miklar pælingar hjá börnunum. Einstaklega skemmtilegt að fara með þeim og heyra og sjá hvað vekur mestan áhuga hjá þeim ;) Börnin voru mjög stillt og prúð á safninu ;) Það var mjög margt að skoða á Eldheimasafninu, mesta athygli barnanna vakti ónýta og brotna húsið, allar myndirnar af eldgosinu, einnig var þeim ekki alveg sama þegar þau heyrðu hávaðann sem var í Vestmannaeyjum á meðan á eldgosinu stóð. Þeim fannst spennandi að skoða sandinn, moka húsin og kubbarnir. Einnig skoðuðum við bíó sem sýndi myndir frá eldgosinu. Hjálmar og slökkviliðsstútar vöktu líka hrifningu sumra. Þeim fannst einnig spennandi að skoða brotna húsið sem er fyrir utan safnið. Börnin fengu ávexti áður en við gengum aftur á leikskólann, þá notaði Lubbi tækifærið og tók sjálfsmynd af sér með hópnum. En Lubbi fékk að fara með okkur í Eldheima og þótti honum mjög gaman. En börnin voru mjög hissa á Lubba, hann var óþekkur, hann var í vikrinum og sandinum sem börnin máttu ekki fikta í ;)

Einnig voru börnin alveg einstaklega dugleg að ganga alla leið í Eldheima og til baka á Kirkjugerði, miðað við göngu app sem starfsmaður var með, mældist bara gangan okkar rúmir 3 km, fyrir utan hvað við gengum á safninu sjálfu ;) Snillingar þessi börn <3 Ég leyfi myndum frá Eldheimum að fylgja með ;)

Í vikunni eru börnin búin að huga vel að paprikufræjunum, fylgjast með þeim og vökva . Það gengur vel ;)

Sunna okkar er í veikindaleyfi <3

Í vikunni byrjað Heba Dögg Jónsdóttir að vinna hjá okkur á Kópavík í 100% starfi. Bjóðum við hana hjartanlega velkomna á Kópavík <3

Hjartans þakkir fyrir skemmtilega og viðburðarríka viku og vonandi hafi þið notið helgarinnar <3

Ása, Edda, Heba, Kolbrún, Linda og Nanna <3




© 2016 - 2024 Karellen