Karellen
news

Vikan 7-11.maí

05. 05. 2018

Á næstu dögum munum við loka facebook síðunni alveg og setja í staðinn fréttir og myndir inná heimasíðu skólans og inná Karellen appið.

Núna í vikunni ætlum við að fara í vettvangsferð í Sæheima. Börn fædd 2013 munu fara á þriðjudaginn og börn fædd 2014 fara á miðvikudaginn. Við leggjum af stað 9.30 svo að þeir sem vilja taka þá þurfa að vera mættir fyrir þann tíma.

Frá því í febrúar höfum við á Klettsvíkinni verið að vinna með fiskaþema. Þemað höfum við unnið í gegnum Floorbooks en það er stórar bækur sem við kennararnir og börnin gerum í sameiningu. Allt ferlið er skráð í bækurnar með myndum, teikningum og fleiru. Fiskabækurnar okkar enda með þessari ferð á fiskasafnið þar sem við skráum með orðum og myndum hvað börnunum finnst mest spennandi. Bækurnar okkar verða svo til sýnis á Vorsýningunni okkar 16.maí :)

Læt fylgja myndir af fiskum sem börnin hafa verið að föndra í þemavinnunni

© 2016 - 2024 Karellen