Karellen
news

Vorsýning Kirkjugerðis og heimsókn í Víkina

13. 05. 2018

Vettvangsferðirnar í síðustu viku gengu ofsalega vel, börnunum fann flestum mjög gaman að skoða fiskana, fuglana og fleira. Við náðum að skrá vel niður hvað fór fram í ferðunum svo við hvetjum foreldra til að skoða það vel í bókunum okkar sem verða á sýningunni á miðvikudaginn :)

Það verður nóg um að vera hjá okkur núna í vikunni. Á mánudag og þriðjudag fara eldri börnin okkkar(Fædd 2013) í heimsókn á Víkina og fá þar að kynnast nýju deildunum sínum :) Á þriðjudaginn strax eftir Víkurheimsóknina röltum við svo með eldri árganginn í smá útskriftargöngu, fáum okkur að borða saman og höfum gaman.
Á meðan eldri árgangurinn er í Víkurheimsókn og útskriftargönguferð ætla yngri börnin okkar bara að hafa það notalegt uppá Kirkjugerði :)

Þriðjudaginn, 15.maí, eiga þær Tinna Karen og Viktoría afmæli og verða báðar 4 ára gamlar.

Miðvikudaginn,16.maí, á svo Sara Huld afmæli og verður 5 ára.

Við höldum uppá afmæli maíbarna á fimmtudaginn, þau börn sem ætla að taka þátt í gleðinni þurfa að vera mætt klukkan 8.15.

Vorhátíðin okkar verður svo haldin á miðvikudaginn klukkan 17:00. Þá er börnunum ásamt fjölskyldum þeirra boðið að kíkja á afrakstur vetrarins, hittast og hafa gaman saman :)

Eitt að lokum ... Nú hefur rignt mikið undanfarið og börnin hafa því verið meira og minna í pollagöllunum úti. Þó nokkrir gallar eru orðnir mjög lélegir. Við biðjum foreldra að kíkja á galla barnanna sinna og kanna ástand þeirra. Það er fínt að snúa göllunum á rönguna og ef þið sjáið marga litla svarta bletti þá eru komin göt . Litlu blettirnir eru ekki mygla eins og margir halda heldur pínulítil göt með steinum/sandi inní. Endilega kíkjið á þetta fyrir okkur :)

Kveðja starfsfólk Klettsvíkur

© 2016 - 2024 Karellen