Karellen
news

Vikan 24-28.maí

27. 05. 2021

Heil og sæl :-)

Helgarpósturinn er fyrr á ferðinni núna því ég verð í fríi á morgun.

Vonandi nutuð þið öll langrar helgar um síðustu helgi, alltaf svo notalegt að fá einn svona auka frídag ;-)

Vikan okkar í Klettsvík er búin að vera með eindæmum góð við leik og störf. Áfram höldum við að æfa okkur í sjálfshjálp, bæði við matarborðið og í fataherberginu. Væri gaman ef þið mynduð hvetja krílin líka heima við að hjálpa sér sjálf því þau eru svo dugleg og geta svo miklu meira en við höldum <3

Veikindi hafa aðeins verið að hrjá börnin okkar í vikunni en sem betur fer eru þetta ekki streptakokkar í þetta sinn svo vonandi er það búið hjá okkur. Þetta er hiti og hósti sem er að hrekkja okkur en vonandi horfir nú allt til betri vegar.

Við þökkum fyrir afar ánægjulega viku og vonum að helgin ykkar verði algerlega geggjuð <3

Dísa,Emma, Gíslný Birta, Heba Dögg, Ingunn Anna, Lóa, Ragna og Sigga :-)

© 2016 - 2024 Karellen