Karellen
news

Vikan 15-19.febrúar

18. 02. 2021

Heil og sæl kæru foreldrar <3

Þið fáið helgarpóstinn á fimmtudegi þar sem ég (Lóa) verð ekki við á morgun :-)

Vikan er búin að vera stór skemmtileg og snerist að miklu leyti um Öskudaginn sem við héldum hátíðlegan í gær. Við fórum í heimsókn í Sea-Life og hittum þar mikið af skemmtilegum dýrum, svo sem lunda sem voru svo ný-búnir að borða að þeir nenntu ekki að synda, hornsíli sem lifa bara í þrjú ár, steinbíta sem voru ekki með bros út að eyrum og krabba sem gengu löturhægt um búrin sín :-)

Toppurinn var samt að hitta Litlu Hvít og Litlu Grá sem léku á alls oddi fyrir okkur. Þeim þótti greinilega mjög gaman að fá krílin í heimsókn og syntu aftur og aftur upp að glerinu þar sem þau stóðu og nudduðu sér upp að glerinu. Krílin okkar sungu fyrir systurnar og fengu sleikjó að launum frá starfsfólki Sea-Life :-)

Þegar heim var komið beið okkar pizzu-partý frá Einsa kalda vini okkar og svo fórum við á Stafsnesvík, slógum köttinn úr tunnunni og skelltum í eitt allsherjar danspartý, algerlega frábær Öskudagur.

Krílin okkar voru svo dugleg í göngunni til og frá Sea-Life og voru algerlega til fyrirmyndar í heimsókninni, stillt, áhugasöm og dugleg að hlusta, við erum mögulega að rifna úr stolti yfir þeim <3

Í dag endurheimtum við Salinn okkar aftur eftir að hann var notaður sem kaffistofa meðan Covid stóð sem hæst og fóru yngri krílin okkar þangað í hreyfingu meðan elstu drengirnir okkar fóru í Floorbooks vinnu.

Minnum á að á mánudaginn kemur, 22.febrúar, er starfsdagur hjá starfsfólki Kirkjugerðis og er leikskólinn því lokaður þann dag.

Ástarþakkir fyrir skemmtilega viku og bestu óskir um góða helgi <3

Emma, Jóhanna Björk, Lóa, Salmína, Sigga og Svana Björk <3

© 2016 - 2024 Karellen