Karellen
news

Ný persónuverndarlög

27. 05. 2018

Nú hafa ný persónuverndarlög tekið gildi og vegna þeirra höfum við hætt með deildarsíður á Facebook. Fljótlega eftir næstu helgi munum við loka síðunum alveg svo við viljum minna ykkur á að vista myndir sem þið viljið eiga af börnunum ykkar.

Við viljum minna ykkur á að nú er komin like síða á facebook fyrir leikskólann í heild þar sem við munum miðla tenglum á fréttir hér á heimasíðunni okkar og ýmislegt annað.


Í síðustu viku fór fyrsti hópurinn okkar á Víkina. Elísabet Þurý, Eric, Ísak Leví, Kolfinna Lind, Óliver Elí og Þór voru fyrst yfir og eru því hætt hjá okkur á Klettsvík. Við þökkum þeim kærlega fyrir góðar stundir á Klettsvíkinni og vonum að þeim gangi vel á nýja leikskólanum :)


Á morgun byrja svo 5 ný börn hjá okkur á Klettsvík. Aron Ingi, Eyþór Addi, Ísold, Liliana og Lárus. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin til okkar :)
© 2016 - 2024 Karellen