Karellen
news

Fréttir af okkur

31. 03. 2021

Kæru foreldrar

Starfið á Höfðavík hefur gengið ljómandi vel og börnin okar alltaf að læra eitthvað nýtt.

Foreldraviðtölin við börn fædd 2019 hafa gengið ljómandi vel.

Eftir páska verða heldur betur breytingar hjá okkur en þá færast elstu börnin okkar á Prestavík. Aldeilis spennandi tímar hjá þeim en mikið eigum við eftir að sakna þeirra og hlökkum mikið til að knúsa þau í útiverunni.

Eftir páska komum við einnig til með að kveðja hana Fjólu þar sem að hún flyst á milli deilda og fer á Stafsnesvík Ástarþakkir fyrir samveruna á Höfðavík.

Þá mun hún Emilia ennig breyta aðeins og til og vera hjá okkur í byrjun dags og eftir hádegi þriðjudaga til föstudaga.

Eftir páska bætast við nýbörn hjá okkur og hlökkum við mikið til að taka á móti þeim og kynnast þeim.

Að endingu vil ég bara óska ykkur gleðilegra páska og minni á í leiðnni að Kirkjugerði er lokað þriðjudaginn 6 april vegna starfsdags. Hafið það gott um páskana og munum að njóta þess að vera með fólkinu okkar í 10 manna páskakúlu.

Páskakveðjur

Kolla, Hulda, Fjóla og Emilia

© 2016 - 2024 Karellen