news

Nýjar féttir

28. 05. 2018

Góðan og blessaðan daginn kæru foreldrar nú er sumarstarfið byrjað hjá okkur, því fylgir meiri útivera og göngutúrar því er nauðseinlegt að öll börnin séu með létta og góða sumarskó, þar sem það er svo erfitt fyrir litlar fætur að ganga langt í stígvélum og kuldaskóm.

Í þessariviku er áætlað að hafa hjóla og útidótadagur, þar sem þessir dagar hafa reynst okkar krílum mjög erfiður, erfitt að lána dótið sitt og erfitt að fá ekki það dót sem aðrir eiga og úr verður mikil grát dagur, höfum við því ákveðið að gera þessa daga þannig að þau koma ekki með dót að heiman heldur verðum við með dót úti sem við erum ekki vön að leika með alla daga, tildæmis dúkkur,bækur, kubba og fleira.

Nú er ég búinn að loka facbook síðunni okkar Höfðavík 2017-2018 og nú fer allt í gegnum Karellen, ef einhverjar spurningar koma upp í sambandi við Karellen þá er um að gera að hafa samband við Thelmu eða kollu.

kveðja Salmína

© 2016 - 2020 Karellen