Karellen
news

Innleiðing Hugsmíðahyggjunnar Í leikskólanum kirkjugerði

06. 03. 2019

Leikskólinn Kirkjugerði hefur í gegnum tíðina ekki unnið með ákveðna uppeldisstefnu heldur stuðst við kenningar fræðimannana Jhohn Dewy. Jan Piaget og Lév Vigotskij.

Næsta skólaár verður breyting þar á,því deildastjórar og skólastjóri í samráði við stjórn foreldraráðsins hafa ákveðið að fara í innleiðingu á uppeldisstefnu sem nefnist Hugsmíðahyggja skólaárið 2019-2020.

Hugsmíðahyggjan byggir á kenningum Jean Piaget um nám og þroska barna.

Kjarni Hugsmíðahyggjunnar er viðurkennandi samskipti, sjálfræði, lýðræðisleg vinnubrögð og jafnrétti.

Í hugsmíðahyggjunni er litið svo á að barnið sé virkur þátttakandi í eigin þekkingarleit. Barnið byggir upp sína eigin þekkingu, færni og viðhorf með því að setja fyrri reynslu í samhengi við það sem það upplifir hér og nú. Það leggur sína merkingu í hlutina og er sífellt að endurskoða skilning sinn á veröldinni. Börn hafa meðfædda tilhneigingu til þess að rannsaka umhverfi sitt, gera tilraunir og leika sér. Drifkraftur námsins er forvitni, áhugi, virkni og gleði.

Rík áhersla er lögð á fjölbreytt, opið og raunverulegt námsumhverfi sem styður við þroska og áhugahvöt barnsins.

Viðurkennandi samskipti eru grundvallaratriði í hugsmíðahyggju. Í því felst að virðing er borin fyrir barninu og bernskunni. Hugmyndir barna eru virtar og kennarar takmarka vald sitt og stýringu.

Rík áhersla er lögð á sjálfshjálp og virka þátttöku barnanna í daglegum athöfnum og leik. Kennarinn lítur á ágreining í barnahópum sem tækifæri til að efla félags- og siðgæðisvitund barnanna og leiðbeina þeim um að finna lausn á vandamálum er koma upp hverju sinni.

Kjarni hugtaksins sjálfræði er sú skynjun barnsins að það hafi ákveðið vald til að taka ákvarðanir um vissa þætti í eigin lífi. Sjálfræði byggist upp innra með barninu og einungis í gegnum samvinnu við hina fullorðnu. Barnið þarf að fá tækifæri til þess að æfa sig sjálft og læra af mistökunum. Þegar það finnur að því er treyst tekur það frekar ábyrgð á eigin hegðun. Barnið þróar þannig með sér sjálfstæða dómgreind og siðferðiskennd.

Undirbúningur að innleiðingu Hugsmíðahyggjunnar er kominn á fullt skrið og hafa starfsmenn fengið fyrirlestur um stefnuna. Vinna við gerð verkferla er hafin og innleiðing á samræmdusjónrænu skipulagi er á byrjunastigi.

© 2016 - 2024 Karellen