news

Hafragrautur á miðvikudögum

25. 03. 2019

Í foredraviðtölum undanfarið hafa foreldrar spurst fyrir um hvort við getum ekki boðið upp á hafragraut þar sem við erum komin með nýtt eldhús.

Við ákváðum að taka þessari áskorun og ætlum að bjóða upp á hafragraut á miðvikudögum frá og með 1. apríl n.k. ( nei þetta er ekki aprílgabb:) )

Á miðvikudögum munum við ekki bjóða upp á morgunkorn og því þurfa forledrar að hafa í huga að kanski þurfa einhverjir að borða morgunmat heima ef þeir geta alls ekki borðað hafragraut.

Það er von okkar, að þið kæru foreldrar, styðji við þetta framtak okkar með því að tala á jákvæðum nótum um hollustu þessa meinholla morgunverða við börnin ykkar, þannig að hægt verði að fjölga þeim dögum sem boðið er upp á hafragraut á næsta skólaári.

© 2016 - 2019 Karellen