Karellen
news

Vorsýning Kirkjugerðis og heimsókn í Víkina

13. 05. 2018

Í vikunni verður nóg um að vera hjá okkur. Á mánudag og þriðjudag fara eldri börnin okkkar (fædd 2013) í heimsókn á Víkina og fá þar að kynnast nýju deildunum sínum :) Á þriðjudaginn strax eftir Víkurheimsóknina röltum við svo með eldri árganginn í smá útskriftargöngu, fáum okkur að borða saman og höfum gaman.

Á meðan eldri árgangurinn er í Víkurheimsókn og útskriftargönguferð ætla yngri börnin okkar bara að hafa það notalegt uppá Kirkjugerði :)

Vorhátíðin okkar verður svo haldin á miðvikudaginn milli klukkan 17:00 og 18.30 Þá er sýning á verkum vetrarins, foreldrafélagið grillar gegn vægu gjaldi og elstu börn leikskólans útskrifast með tilheyrandi söng og gleði. Foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir eru hjartanlega velkomnir að njóta samveru með börnum sínum þennan eftirmiðdag :)

Á fimmtudaginn (ATH breyttur dagur) höldum við svo upp á afmæli maíbarna (Óttar Þór, Daníel Gauti, Tómas Elí og Kristin Dóra eru maíafmælisbörnin á Kópavík). Þau börn sem ætla að taka þátt í gleðinni þurfa að vera mætt klukkan 8.15.

Að lokum viljum við benda á að undanfarna daga hefur rignt mikið og börnin hafa því verið meira og minna í pollagöllunum úti. Þó nokkrir gallar eru orðnir mjög lélegir. Við biðjum foreldra að kíkja á galla barnanna sinna og kanna ástand þeirra. Það er fínt að snúa göllunum á rönguna og ef þið sjáið marga litla svarta bletti þá eru komin göt . Litlu blettirnir eru ekki mygla eins og margir halda heldur pínulítil göt með steinum/sandi inní. Endilega kíkjið á þetta fyrir okkur :)


Kveðja starfsfólk Kópavíkur

© 2016 - 2024 Karellen