Karellen

Hvíldartíminn hjá okkur er í hádeginu og biðjum við ykkur um að koma ekki með eða sækja börn ykkar á þeim tíma.

Grein um svefnþörf leikskólabarna

Ritað 23. September 2015.

Börn og svefn

Margir foreldrar leggja mikið á sig til þess að minnka miðdegissvefn barna sinni í góðri trú um að það sé nauðsynlegt til þess að barnið sofni fyrr á kvöldin.Margar rannsóknir sýna að um helmingur foreldra reyna að minnka eða hindra það að barnið sofni eftir hádegi eða vekja barnið í miðjum svefni því þeir óttast það að ef barnið sofi eftir hádegi þá eyðileggi það nætursvefninn. En samkvæmt Vibeke Mannische lækni og rithöfundi bókarinnar Børns søvn-din lille sovetryn (Svefn barna- litla svefnburkan) þín er hádegissvefninn mjög mikilvægur til þess að barnið fái góðan nætursvefn. Fái barn ekki hádegissvefn verður það orðið mjög þreytt seinni hluta dags og aukning verður á stresshormóninu kortisol, sem undir eðlilegum kringustæðum minnkar á næturnar og eykst svo að morgni til. Þegar barnið verður of þreytt eykst stresshormónið sem þýðir það að barnið á erfiðara en annars með að sofna. Þegar barnið er orðið mjög þreytt veldur það stressi og stresshormóna magnið eykst fyrir svefninn sem þýðir að barnið á erfiðara með að sofna. Skoða þar hversu margra klukkutíma svefn barnið er að fá í heild á sólarhring.
Foreldrum hættir til að vanmeta svefnþörf barna og oft hafa börn þörf fyrir meiri svefn en þau fá. Hádegissvefn er náttúruleg þörf og hluti af heildarsvefnþörf barns á sólarhring. Vibeke bætir því við í bókinni sinni um svefn barna að meira að segja börn allt upp að 5 ára aldri geta haft þörf fyrir svefn eftir hádegi vegna uppsafnaðs langtíma skorts á svefni.
Samkvæmt Vibeke er hádegissvefninn jafn mikilvægur og matur og ekki æskilegt að vekja barn í miðjum svefni. Hún líkir því við það að taka matardiskinn frá barni þegar barnið er búið að borða helminginn af matnum sínum. Þegar barnið er vakið eftir t.d. klukkustund þá er barnið í miðjum djúpsvefni og það hefur óæskileg áhrif á líðan barnsins í leik og starfi, það verður stressað , pirrað og órólegt sem hefur áhrif á samskipi þess við börn og fullorðna.
Hádegissvefn barna er líka oft kærkomin hvíld frá annríki, hávaða og stressi sérstaklega í leikskóla umhverfi.
Hér kemur listi yfir svefnþörf barna eftir aldri.
6-12 mánaða börn 14-15 tímar
1-3 ára börn 12-14 tímar
3-6 ára börn 10-12 tímar

Þýtt af Sæunni Elfu Pedersen úr danskri grein eftir Vibeke Mannische

© 2016 - 2024 Karellen