Karellen


Fatnaður

Klæðnaður barnsins þarf að vera í samræmi við veðurfar og hafa ber í huga að veður getur breyst snögglega. Nauðsynlegt er að hafa aukafatnað meðferðis. Gott er að barnið sé í þægilegum klæðnaði sem heftir það ekki í leik og starfi. Vinsamlegast merkið allan fatnað barnsins. Fatnaður barna er ekki tryggður á leikskólanum og því er æskilegt að klæða barnið í fatnað sem má verða fyrir skakkaföllum.


Útiföt sem eiga að vera í hólfi barnsins:

  • Pollagalli
  • Kuldagalli þegar fer að kólna
  • Hlý peysa
  • Hlýjar buxur
  • Húfa
  • Ullarsokkar
  • 2-3 pör af vettlingum
  • Kuldaskór yfir vetrartímann
  • Stígvél
  • Léttir skór yfir sumarið
  • Létt húfa eða buff yfir sumarið

Föt sem eiga að vera í aukafataboxi barnsins:

  • Buxur
  • Peysa
  • Nærföt/samfella
  • Sokkar
  • Sokkabuxur


© 2016 - 2024 Karellen